Hvað ef það er bara einn eftir á jörðinni og hann deyr?
Dísa var að velta fyrir sér áðan hvernig það væri ef það væri bara einn eftir á jörðinni og hann myndi deyja: Hver á þá að grafa hann? Við ræddum þetta aðeins og vorum sammála um að Guð myndi nú líklega bara leysa þetta sjálfur og við það var hún sátt við að fara að sofa.
Inga vinkona Sólrúnar missti húsið sitt í bruna í fyrradag og við höfum hugsað mikið til Ingu, Hjálmars og barnanna. Þau bjuggu í endaraðhúsi í Rjúpufelli í Breiðholtinu og það vill nú svo til að pabbi býr í hinu endaraðhúsinu þannig að manni var nú ekki alveg sama og í gærkvöldi kíkti ég á íslenskar fréttir á netinu og sá þar viðtal við Hjálmar og varð bara frekar brugðið.
Nú er allt á fullu í skólanum og komið að almennilegum verkefnaskilum og verður það núna meira og minna fram í seinni hluta apríl sýnist mér, en ég fæ nú líklega gott páskafrí og fæ vonandi að njóta þess að fá elskulega tengdaforeldra mína í heimsókn. Ég er alveg ægilega ánægður með tengdaforeldrana og hugsa oft til þess þegar ég kom fyrst heim til Sólrúnar hvað þau tóku vel á móti mér. Eðalfólk þar á ferð.
jæja sjáumst síðar,
Arnar Thor
Inga vinkona Sólrúnar missti húsið sitt í bruna í fyrradag og við höfum hugsað mikið til Ingu, Hjálmars og barnanna. Þau bjuggu í endaraðhúsi í Rjúpufelli í Breiðholtinu og það vill nú svo til að pabbi býr í hinu endaraðhúsinu þannig að manni var nú ekki alveg sama og í gærkvöldi kíkti ég á íslenskar fréttir á netinu og sá þar viðtal við Hjálmar og varð bara frekar brugðið.
Nú er allt á fullu í skólanum og komið að almennilegum verkefnaskilum og verður það núna meira og minna fram í seinni hluta apríl sýnist mér, en ég fæ nú líklega gott páskafrí og fæ vonandi að njóta þess að fá elskulega tengdaforeldra mína í heimsókn. Ég er alveg ægilega ánægður með tengdaforeldrana og hugsa oft til þess þegar ég kom fyrst heim til Sólrúnar hvað þau tóku vel á móti mér. Eðalfólk þar á ferð.
jæja sjáumst síðar,
Arnar Thor
Ummæli